Ég velti fyrir mér hvort þeir sem býsnast hafi yfir verðtryggingunni, talið henni allt til foráttu og kallað þá öllum illum nöfnum sem voga sér að benda á að hún er ekki okkar raunverulega vandamál… hafi tekið eftir lækkun vísitölunnar í júlí.
Auðvitað er þetta ekki mikil lækkun, 411,5 í 411,3 stig. Og auðvitað ganga hækkanir fyrri ára ekki til baka á einum mánuði. Og hún hækkar aftur í ágúst.
En þetta gæti orðið til þess að auka skilning á eðli verðtryggingarinnar.
Og sérstaklega ef þetta gæri orðið til þess að fleiri skilji að verðtryggingin er ekki okkar stærsta vandamál í (td.) húsnæðismálum, stærsta vandamálið eru háir vextir…