Svona þegar svekkelsið yfir að tapa í vítakeppni í forkeppni Evrópudeildarinnar er aðeins farið að minnka..
Þá er allt í lagi að hafa í huga hversu vel liðið hefur staðið sig í Evrópukeppninni í sumar. Öruggur sigur í fyrstu umferð á liði frá Andorra, gamla stórveldið Sturm Graz lagt í annarri umferð og sigur heima á Aktope frá Kasakstan. Tæpt víti í fyrri leiknum kom gestunum í vítakeppnina sem gekk svo engan veginn nógu vel.
En liðið er firnasterkt og á (vonandi) eftir að standa uppi sem Íslandsmeistari í haust… það er að minnsta kosti allt til staðar sem þarf til að vinna Íslandsmótið, flottur hópur, frábær þjálfari og fín stemming hjá stuðningsmönnum.
Kannski er frábær árangur Blika, mjög góður árangur FH og ágæt frammistaða bæði KR og ÍBV til marks um að íslenski boltinn hafi tekið miklum framförum. Það eru örfá á síðan þetta sama lið frá Kasakstan vann FH 6-0.