Umburðarlyndi ef skoðun er í nafni trúar…

Posted: júlí 19, 2013 in Trú, Umræða

Sem betur fer hefur umburðarlyndi minnkað gagnvart skoðunum sem fela í sér mannfyrirlitningu og eru hatursáróður hvort sem er vegna kyns, trúar, litarháttar eða annars.

Ég er ekki að segja að við eigum að banna skoðanir eða dæma fólk fyrir heimskulegar skoðanir.. öðru máli gegnir um að fremja ódæði, eða hvetja til, í nafni þessara skoðana. En almennt held ég að besta mótvægið gegn heimsku séu upplýsingar og rök.

En einhverra hluta vegna virðist í lagi að halda á lofti heimskulegum skoðunum, mannfyrirlitningu og fordómum ef þær byggja að einhverri á trúarkenningum.

Reyndar nota sumir misjafna mælistiku eftir því hver á í hlut, hér á landi horfa menn góðlátlega framhjá þeim sem tala af fyrirlitningu um náungann í nafni kristni, vegna þess að þeir geta vísað í biblíuna máli sínu til stuðnings… en æsa sig umsvifalaust ef þetta er gert í nafni annarra trúarbragða.

Fyrir mér á að leggja þetta að jöfnu. Heimska er heimska. Mannfyrirlitning er mannfyrirlitning. Og fordómar eru fordómar. Alveg sama á hverju þetta byggir.

Athugasemdir
  1. Haukur Kristinsson skrifar:

    ……í nafni trúar.

    Löngu tímabært að segja, í nafni vanþekkingar.