Undirskrift, já, en…

Posted: júní 28, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Ég skrifaði undir kröfu um óbreytt veiðigjald.

Ekki svo að skilja að mér finnist þetta besta lausnin, langt frá því..

En mér finnst fráleitt að fella þetta niður án þess að koma með nothæfa lausn.

Og ég hef enn ekki séð nein rök fyrir að ekki sé hægt að innheimta þetta… og þó þau rök væru fyrir hendi, þá væru réttu viðbrögðin auðvitað að gera nauðsynlegar lagfæringar í stað þess að fella niður.

Ég hef heldur ekki séð nein rök fyrir að þetta stangist á við stjórnarskrá, en ef þau rök eru til, þá staðfesta þau auðvitað hversu handónýt núverandi stjórnarskrá er.

Best væri að koma með nothæfa lausn. Á meðan er fráleitt að fara til baka í algjörlega ónothæft kerfi.

Lokað er á athugasemdir.