Ingólfur Júlíusson

Posted: apríl 23, 2013 in Umræða
Efnisorð:

Það voru sorgarfréttir sem við fengum í gær að Ingólfur Júlíusson, ljósmyndari og tónlistarmaður með ansi miklu meiru væri, látinn.

Þetta kom óneitanlega talsvert á óvart, því þrátt fyrir að það hefði verið ljóst um nokkurn tíma að þetta yrði erfitt voru vonir um að hann ætti einhverja mánuði, jafnvel ár eftir.

Ég kynntist Ingólfi að mestu í gegnum Árna Daníel, bróður hans, og svo auðvitað í gegnum Q4U… þá vinnur Monica með vinkonum okkar þannig að snertifletirnir voru nokkrir.

Mig skortir nú aðeins færni til að lýsa Ingólfi svo vel sé – eðaldrengur sem alltaf var gaman að hitta – einlægur og áhugasamur um allt sem hann tók sér fyrir hendur – og alltaf að leita að jákvæðu hliðinni.

Ég vona að það sé í lagi að birta myndbrot sem sonurinn, Viktor Orri, tók af þakkarávarpi Ingólfs í Norðurljósum Hörpunnar, ógleymanleg stund… 

Samúðarkveðjur frá okkur öllum hér til fjölskyldu, ættingja og vina.

Lokað er á athugasemdir.