Kannabis í lækningaskyni

Posted: mars 24, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Nú hef ég lengi talað fyrir lögleiðingu kannabisefna. Ekki fyrir mig, ég hef aldrei notað nein svona efni – og ég meina aldrei, ekki einu sinni þegar ég var á kafi í tónlistarheiminum. Finnst þetta meira að segja hálf aumt og fólk frekar leiðinlegt sem reykir.

En burtséð frá því.

Mér er fullkomlega fyrirmunað að skilja hvers vegna ekki er leyft að nota þetta í lækningaskyni, td. til að lina þjáningar krabbameinssjúklinga?

Læknum er treyst til að ávísa sterkum verkjalyfjum til að lina þjáningar sjúklinga. Hvers vegna ekki kannabis ef það hjálpar fárveikum einstaklingum? Hver er mögulegur skaðinn?

Jafnvel í ríki þar sem stjórnvöld eru í stríði gegn hvers kyns fíkniefnum, þeas. í Bandaríkjunum, er þetta leyft í mörgum ríkjum.

Hvers konar mannvonska er þetta eiginlega að neita sjúklingum um aðstoð?

Athugasemdir
 1. Halldór Carlsson skrifar:

  Er ,,lækningamátturinn“ jafnmikill og margir vilja meina? Mér finnst það fari glettilega eftir viðhorfi fólks til kannabis að öðru leyti hvað það segir um þessar rosalegu lækningar. Svo þarf að hugsa um í hvaða formi það er notað gegn krabbameini td.

  http://www.visir.is/-kannabis-er-ekkert-tofralyf-/article/2013130228912

  • Ég held að lækningamátturinn sé enginn, en þetta virðist lina þjáningar margra og gera lífið bærilegra. Það er í rauninni nægileg ástæða fyrir mig.

   Og mitt viðhorf að þessu leyti er þvert á viðhorf mitt til efnanna.

 2. et skrifar:

  Þetta er ekkert bara spurning um einhvern lækningamátt. Að fólk noti kannabis og þá er það ekki veikt lengur….

  Cannabis getur hjálpað sjúklingum, þar á meðal krabbameinsjúklingum þegar þeir eru í lyfjameðferð og getur plantan hjálpað uppá betri líðan í svoleiðis meðferð, sem og bætir þetta matarlyst sem og hefur verkjastillandi áhrif.

  Það að þetta blóm er ólöglegt árið 2013 skil ég ekki og að fjársvelt lögregla sé að eyða gífurlegum tíma og mannafla í að gera þessar plöntur upptækar.

  Vona að lögreglan eyði kröftum sínum í meira aðkallandi efni, þótt eflaust sé gaman að labba með blómapotta út í bíl og láta taka myndir af sér, að þá hlýtur yfirstjórn lögreglunnar að geta fundið eitthvað meira aðkallandi fyrir lögreglulið landsins.

 3. Olafur Skorrdal skrifar:

  Ef ég hefði ekki kannabis, þyrfti ég 3-5 lyf, að því gefnu að ekkert þeirra hefði aukaverkanir sem þyrfti að takast á við. Margt af því sem ég er að takast á við í dag, eru aukaverkanir lyfjanotkunnar á barns- og unglingsaldri – og eina sem mér er boðið eru fleiri lyf.

  Frekar læt ég stympla mig glæpamann – en að vera launaþræll lyfjarisanna. Og nú þurfa sjúklingar að borga mun meira fyrir lyf sín en áður – líka öryrkjar. Ef samfélagið á Íslandi væri ekki svona vaðandi í fáfræði og fordómum, gæti ég ræktað mitt eigið lyf. Hvort sem er, spara ég Ríkinu milljónir á ári – og hef verið hundeltur fyrir.

 4. Ingi skrifar:

  Engan lækningamátt segiru …er þá ekki bara málið að stinga hausnum aftur í sandinn. Þessi grein sem þú vísar í á Vísi er bara skoðanir eins læknins sem likta af fordómum og fáfræði. Það er löngu búið að sanna lækningamáttinn …þeir sem sækja sínar upplýsingar úr skoðanabönkum annara ættu kannski frekar að leggja í smá rannsókn, nota google og alla þessa nýmóðins tækni sem gerir manni kleyft að rannsaka allt fra öllum hliðum í dag og sjá hvað er málið. Það sem þið lesið í blöðum eru sjaldnast annað en skoðanir lækna sem hafa fordóma og lítið kynnt sér málið utan skólabókarinnar …sést vel á því að það er aldrei vísið í neina rannsókn heldur bara tala um niðurstöður úr einhverri rannsókn ..frekar grunnt if you ask me. En netið er æðislegt og getur safnað rannsóknum og upplýsingum fyrir okkur hægri vinstri alveg og þar minn vinur er sannleikann að finna. Ekki á Vísi eða hjá Landlækni …þeir vinna bara í kerfinu og lerið segir nei.

  • Ég átti við engan lækningamátt þegar kemur að krabbameini.. sem ég gef mér að sé ekki þar til það hefur verið sannað. Ég gef svo líka lítið fyrir upplýsingar á vefnum, reynslusögur og þess háttar, hvað þá samsæriskenningar um lækna og lyfjafyriræki… eins og vefurinn er stórkostlegt fyrirbæri þá er hann því miður fullur af rusli, og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvað stenst skoðun og hvað ekki.

   Ég held meira að segja að Landlæknir styðji þessar hugmyndir, amk. hafa þeir tekið undir að ekki hafi verið sýnt fram á nægilega skaðsemi. Þannig að það er kannski hugmynd að kynna sér málið áður en verið er að dæma stofnanir og fólkið sem þar vinnur. Þetta kallast fordómar og ég væri þakklátur ef hægt væri að halda þeim frá umræðunni..

   http://www.visir.is/landlaeknir-varar-vid-fikniefnastridi/article/2009152171383

 5. Ingi skrifar:

  Síðasta seting átti að vera „þeir vinna bara í kerinu og kefið segir nei“ …
  (Smá ipad vesen)

 6. Viðar Magnússon skrifar:

  Kannabis t.d eykur Matarlyst sem er nauðsynleg þar sem þú missir alla Matarlyst í Chemo therapy eða bara útaf krabbameininu sjálfu. Og svo líður þér bara betur yfir höfuð. Og það er búið að sanna það reyndar að Kannabis ræðst á allavega eina tegund af krabbameini sem kemur man ekki hvar í líkaman.

 7. Ingi skrifar:

  Þú gefur lítið fyrir upplýsingar af vefnum, reynslusögur og telur vefinn fullan af rusli og ekki auðvelt að áttta sig á hvað stenst og hvað ekki. Eru þetta ekki smá fordómar líka? Gamla afsökunin að það er svo mikið rusl á vefnum er löngu útrunnin. Meir hlutin af því sem þú lest í blöðum eða sérð í sjónvarpi eru upplýsingar komnar í gegnum netið. Netið er meira en blogg, kommentakerfi og léleg youtube video. Allir háskólar, stofnanir, allar rannsóknir etc etc er að finna þarna ef maður nennir að leita …þannig að ef þú nennir og hefur tíma þá geturu fundið sannanir, rannsókir og líka reynslusögur. En annars biðst ég afsökunar á fordómum mínum í garð kerfisins en þeir fordómar eru soldið byggðir á fordómum kerfisins og þröngsýni. Voða erfitt að ræða þetta án þess að rekast á fordóma 😉

  • Jú, þú hefur eitthvað misskilið – nú, eða ég skrifað óskýrt – það er hellingur af gagnlegum upplýsingum og vefurinn er fullur af mikilvægum upplýsingum sem eru aðgengilegar á auðveldan hátt. Það var ekki ætlunin að gera lítið úr því.

   En mér fannst landlæknir á ómaklegt skot…

 8. Olafur Skorrdal skrifar:

  Fyrrverandi landlæknir, Matthías Haldórsson, og núverandi landlæknir, Geir Gunnlaugsson, hafa tjáð mér sínar persónulegu skoðanir í vímuefnamálum. Sem opinberir starfsmenn, verða þeir að fylgja stefnu stjórnvalda í þessum efnum, og geta því lítið sagt opinberlega, án þess að eiga á hættu margskonar refsiaðgeðir. Sama er að segja um fjölda gigtarlækna, geðlækna og krabbameinslækna, sem jafnvel segja skjólstæðingum sínum að kannabis sé síðasta úrræðið fyrir þá – en þeir geti ekki og megi ekki mæla með því, nema undir rós. Því miður eru dæmin orðin svo mörg, að hjá þeim verður ekki litið. Hver verður til að rífa upp þetta kýli, veit ég ekki – en vonandi gerist það fljótlega.

 9. Unnur bragadóttir skrifar:

  Það er búið að gera töluvert margar rannsóknir á læknimætti kannabis og niðurstöður þeirra sýna að kannabis hefur læknað m.a. krabbamein. Hér er linkur á Patients for Medical Cannabis, síða þar sem nýjustu fréttir af þessu kraftaverkalyfi eru byrtar.
  http://patients4medicalmarijuana.wordpress.com/

 10. jón skrifar:

  Ef bara lyf sem lækna sjúkdóma væru lögleg, þá væru engin verkjalyf lögleg, ekki heldur geðlyf, en samt eru þetta aðal pillurnar í notkun. Kannabis getur komið í staðin fyrir mikið ef þessu dóti, en fyrir utan það þá hafa rannsóknir gefið tll kynna að Kannabis getur unnið gegn krabbameini, sérstaklega æxlum. Rannsóknir í Harvard sýndu fyrst fram á þetta fyrir um 40 árum síðan en bandarísk stjórnvöld sáu til þess að stríðið gegn fíkniefnum kæmi í veg fyrir frekari rannsóknir. Spænskar rannsóknir hafa nýlega enduruppgötvað þessa frábæru eiginleika.

  Studies in mice and rats have shown that cannabinoids may inhibit tumor growth by causing cell death, blocking cell growth, and blocking the development of blood vessels needed by tumors to grow. Laboratory and animal studies have shown that cannabinoids may be able to kill cancer cells while protecting normal cells.

  A study in mice showed that cannabinoids may protect against inflammation of the colon and may have potential in reducing the risk of colon cancer, and possibly in its treatment.

  A laboratory study of delta-9-THC in hepatocellular carcinoma (liver cancer) cells showed that it damaged or killed the cancer cells. The same study of delta-9-THC in mouse models of liver cancer showed that it had antitumor effects. Delta-9-THC has been shown to cause these effects by acting on molecules that may also be found in non-small cell lung cancer cells and breast cancer cells.

  A laboratory study of cannabidiol in estrogen receptor positive and estrogen receptor negative breast cancer cells showed that it caused cancer cell death while having little effect on normal breast cells.
  http://www.cancer.gov/cancertopics/pdq/cam/cannabis/patient/page2

 11. Gott og vel, ég hélt reyndar að þetta væru óstaðfestar tilraunir og hugmyndir – enda enginn sérfræðingur á þessu sviði – fróðlegt ef þetta er staðfest..

  En skiptir kannski ekki öllu máli fyrir innihald færslunnar, þeas. það eitt að leyfa notkun til að lina þjáningar er nægilega góð ástæða fyrir mitt leyti.

 12. Valdimar skrifar:

  Sælir, ég á son sem er í bullandi kannabisneyslu og það sem þetta efnið gerir fyrir hann er að hann er að detta út úr þessum heimi. Kalla má það að verða steiktur. Kannski hann þurfi annarskonarkannabissefni til að fá lækningu við kvillum sínum. Hjálpi mér allt sem vald hefur.

  • Ég hef líka séð fólk fara illa á kannabisneyslu, bæði vini og ættingja, ég hef líka séð fólk fara illa á áfengisnotkun. og lyfjum. Ég mæli ekki með kannabisneyslu, hef aldrei notað það sjálfur og finnst oftast leiðinlegt að umgangast fólk sem það gerir.

   Ég er hér aðeins að tala um að leyfa krabbameinssjúklingum að nota þetta til að lina þjáningar, ekki í almenna dreifingu, það er önnur umræða.