Posts Tagged ‘kannabis’

Kannabis í lækningaskyni

Posted: mars 24, 2013 in Umræða
Efnisorð:,

Nú hef ég lengi talað fyrir lögleiðingu kannabisefna. Ekki fyrir mig, ég hef aldrei notað nein svona efni – og ég meina aldrei, ekki einu sinni þegar ég var á kafi í tónlistarheiminum. Finnst þetta meira að segja hálf aumt og fólk frekar leiðinlegt sem reykir.

En burtséð frá því.

Mér er fullkomlega fyrirmunað að skilja hvers vegna ekki er leyft að nota þetta í lækningaskyni, td. til að lina þjáningar krabbameinssjúklinga?

Læknum er treyst til að ávísa sterkum verkjalyfjum til að lina þjáningar sjúklinga. Hvers vegna ekki kannabis ef það hjálpar fárveikum einstaklingum? Hver er mögulegur skaðinn?

Jafnvel í ríki þar sem stjórnvöld eru í stríði gegn hvers kyns fíkniefnum, þeas. í Bandaríkjunum, er þetta leyft í mörgum ríkjum.

Hvers konar mannvonska er þetta eiginlega að neita sjúklingum um aðstoð?