Í Alþingiskosningunum 1979 var ég í framboði fyrir Sólskinsflokkinn ásamt nokkrum félögum.
Kosningabaráttan gekk að mestu vel, nema hvað sjónvarpsupptaka fór gjörsamlega út og suður hjá okkur. Fyrri upptakan gekk ágætlega en okkur fannst við geta gert betur og báðum um að fá að reyna aftur. Í þetta sinn rann saman í eitt hvað við höfðum sagt í hvorri upptökunni, okkur vafðist tunga um tönn og útkoman varð bæði vandræðaleg og ruglingsleg. Ekki var við það komandi að fá að draga andann og taka upp aftur, þetta hefði væntanlega kostað heilar fimm mínútur.
Niðurstaðan varð sú að við fengum ekki þingsæti í takt við verðleika.
Á stefnuskrá flokksins var að bæta veðurfar á landinu, færa það sunnar á bóginn.
Nú birtust fréttir í vikunni að Íslandi væri komið á sömu breiddargráðu veðurfarslega og Írlandi.
Þannig hefur helsta baráttumál Sólskinsflokksins loksins orðið að veruleika og fullnaðarsigur hefur unnist í málinu.