Stórflokkurinn

Posted: mars 12, 2013 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Kannski er eina leiðin til að ná stjórnarskrárbreytingum sú að þeir flokkar og framboð sem vilja klára málið bjóði fram sameiginlegan lista í komandi kosningum.

Stefnumálið yrði eitt. Samþykkja drög að stjórnarskrá og rjúfa síðan þing og boða aftur til kosninga.

Nú er ég í sjálfu sér ekki mjög hrifinn af eins-máls framboðum. En þetta eru óvenjulegar aðstæður og þær kalla á óvenjulega lausn.

Að minnsta kosti hljóta framboðin að skoða þennan möguleika alvarlega ef svo fer sem horfir að núverandi þing hunsi skýran vilja þjóðarinnar.

Það mætti auðvitað nálgast þetta með mörgum framboðum undir sama listabókstaf. Þá nýtast öll atkvæði sameiginlega á landsvísu og jöfnunarsætum yrði úthlutað í hlutfalli við styrk flokka í kosningunum. Það má að vísu setja upp dæmi þar sem jöfnunarsætin myndi varla nægja til að jafna styrk flokka, þannig að eitt sameiginlegt framboð er sennilega vænlegasti kosturinn.

Lokað er á athugasemdir.