Ég verð svo í þessum vangaveltum um hvað ég get hugsað mér að kjósa og hvað ekki – að nefna nokkuð mikilvæg atriði, traust og trúverðugleika. Ég set eftirfarandi atriði ekki sem úrslitaatriði, en þau vega þungt.
- Það gengur til dæmis ekki að flokkur tali um að minnka rekstur ríksisins en vilji á sama tíma halda ríkisreknu trúfélagi.
- Það er ekki í boði að fá atkvæði frá mér þó frambjóðendur tali fjálglega um málfrelsi og frelsi eintaklingsins en lyfti svo ekki litla fingri þegar freklega er brotið á einföldum mannréttindum. Hér standa þeir verr að vígi sem eiga fulltrúa á þingi, það hefur til dæmis enginn lagt fram frumvarp um að breyta lögum um meiðyrði, hvað þá að bæta þeim skaðann sem beittir hafa verið misrétti.
- Það gengur heldur ekki að tala um frjálsa samkeppni og afhenda svo völdum aðilum verðmæti, hvort sem það eru bankar eða veiðiheimildir.
- Og það er mikilvægt að gera upp við hrunið. Ekki það að ég vilji „hengja“ alla sem annað hvort sváfu á verðinum eða gerðu mistök. En það skiptir máli að viðurkenna mistök, að hafa lært eitthvað og geta sagt hvað yrði gert öðru vísi.
- Og svo má ekki gleyma að það er ekki í lagi að starfa við löggjöf og segjast hafa „haft hliðsjón“ af lögum við ákvarðanir í stað þess að fylgja þeim.
- Svo gef ég lítið fyrir upphrópanir og loforð um töfralausnir í efnahagsmálum, nema viðkomandi geti sýnt hvernig viðkomandi lausn á að virka, málefnalega og með örkum og hafi svarað mótrökum.
- Þá fer verulega stór mínus á vogina hjá flokki sem skartar frambjóðendum sem boða hvers kyns kukl og hjávísindi.
Gætir þú hugsað þér að kjósa pírata?
Jæja, sá svarið þitt við Birgittu á annarri hugsuninni.
Já, enda hef ég ekkert útilokað enn, höfundarréttar hugmyndir þeirra hafa aðeins truflað mig, en hef fengið þokkaleg skýr svör.. var samt að hugsa um að taka hvert og eitt framboð fyrir þegar nær dregur…
Reyndar þó mér líki margt sem frá þeim kemur, þá er ansi mörgum stórum spurningum ósvarað…