Hvað skal kjósa? Fyrsta hugsun

Posted: febrúar 7, 2013 in Umræða
Efnisorð:

Ég er strax farinn að hafa áhyggjur af því hvað ég á að kjósa í vor. Jæja, ekki kannski áhyggjur, en farinn að velta vöngum yfir mögulegum kostum.

Ég hef kosið ýmsa flokka gegnum tíðina en oftar en ekki hef ég hreinlega ekki náð á kjörstað, þrátt fyrir góðan vilja – hef setið við prófanir og æfingar fyrir útsendingar sjónvarps og útvarps.

Kannski nýir flokkar standi, ósanngjarnt, betur að vígi en þeir sem hafa átt fulltrúa á þingi, það er einfaldlega styttri eða engin saga til að gagnrýna.

En ég geri ákveðnar kröfur um nálgun og vinnubrögð. Það að geta rætt málefnalega, tekið rökum, skipt um skoðun, ef svo ber undir, er lykilatriði.

Þá er afstaða í nokkrum málefnum sem hreinlega útiloka að ég kjósi lista, hversu vel sem mér kann að líka önnur stefnumál – og hversu vel sem ég treysti þeim einstaklingum sem eru í framboði.

Og svo geri ég kröfur um heiðarleika og trúverðugleika – og þar með talið að standa ekki í upphrópunum og innihaldslausum yfirlýsingum sem eingöngu eru hugsaðar til að auka vinsældir.

Að lokum er rétt að nefna að ég gef lítið fyrir stórar yfirlýsingar ef ekkert er að hafst.

Fyrst að vinnubrögðum.

Ég ætla ekki að kjósa flokk eða framboð sem nálgast þingstörfin sem baráttu milli flokka, gerir kröfu um „flokksaga“, beitir málþófi, er alltaf á móti „hinum“ og alltaf með „sínum“. Að geta ekki tekið rökum og geta ekki skipt um skoðun ef nýjar upplýsingar eða sterk mótrök koma fram er ekki boðlegt.

Nánar um hina þættina fljótlega.

Athugasemdir
  1. Halldór skrifar:

    Ég sé á þessum kröfum þínum að þú munt kjósa Bjarta framtíð.