Látum 2013 byrja með látum!

Posted: janúar 2, 2013 in Tónlist
Efnisorð:,

Síðustu ár hafa vissulega verið gjöful í íslenskri tónlist, mikið að gerast og eins og svo oft áður gengið mjög vel hjá mörgum að ná athygli erlendis. Sem er „lífsspursmál“ fyrir flesta, þeas. ef þeir eiga að ná að lifa af tónlistinni, íslenski markaðurinn er einfaldlega ekki nógu stór fyrir annað en frekar fámenna „miðju“.

En ég neita því ekki að mér finnst leið íslenskrar tónlistar heldur liggja í áttina að helst til dauðhreinsaðri, átakalítilli og jafnvel máttlausri tónlist. Það vantar ekkert upp á að þetta er fagmannlega og vel unnið – en einhvern veginn er allt of mikið af margreyndum formúlum og þetta snertir ekki eða kveikir áhuga.

Auðvitað eru heiðarlegar undantekningar, eins og frá svo mörgum alhæfingum.

En það væri gaman að sjá meiri fjölbreytni og meiri kraft í ár.

Við Fræbbblar leggjum til lagið „Judge a Pope just by the Cover“ sem kom út eina mínútu eftir miðnætti þann 1. janúar 2013.

„Lággæðaútgáfa“ af laginu fæst frítt Judge a Pope just by the Cover – og útgáfa í fullum gæðum er á GogoYoko og kostar þar 25 krónur sem renna til góðgerðamála.

Lokað er á athugasemdir.