Endalaus frétt

Posted: desember 6, 2012 in Umræða
Efnisorð:,

Ég var að hlusta á tíufréttir RÚV áðan. Þar var fyrsta frétt um áberandi dómsmál. Sagt var að vitni hefði mætt í dag sem ekki mætti í gær (eða fyrradag) og farið út í hvaða skýringar vitnið gaf á fjarverunni og hvað dómaranum fannst um þær skýringar.

Síðan var sagt að saksóknari hefði spurt vitnið hvort það hefði vitað að til stæði að gjaldfella ákveðið lán.

Þá var útskýrt hvers vegna þessi hugsanlega gjaldfelling skipti máli.

En það var ekki sagt hverju vitnið svaraði!

Og kannski enn umhugsunarverðara, ég var í rauninni ekki hissa, svona endaslepptar fréttir eru, því miður, allt of algengar.

PS. jú, það er mögulegt, þó langsótt sé, að vitnið hafi ekki verið búið að svara þegar fréttin fór í loftið – en þá hefði verið lágmark að taka það fram.

Lokað er á athugasemdir.