Að skrá hvítvoðunga í félög

Posted: desember 6, 2012 in Umræða

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis tekur undir sjónarmið Jafnréttisstofu að það sé samræmist ekki jafnréttislögum að skrá nýfædd börn í trúfélög.

Eins tekur nefndin fullt mark á þeirri skoðun umsagnaraðila að ekki sé rétt að skrá börn í trúfélög og að engir hagsmunir séu í því að skrá barn í trúfélag. Það eru sem sagt engin rök fyrir því að skrá börn í trúfélög. Ekkert sem mælir með því, en margt sem mælir á móti.

Samt skrifar meirihluti nefndarmanna undir það álit að ekki sé rétt að breyta þessu að sinni.

Þarna eru meira að segja þingmenn sem ég hef haft talsvert álit á, geta tekið rökum og gefi engan afslátt af mannréttindum.

Lokað er á athugasemdir.