Ekkert haldbært um ellefta september samsærin

Posted: september 15, 2012 in Umræða
Efnisorð:, ,

Fyrir rúmri viku setti ég inn færslu um þráhyggjuna við að halda því til streitu að árásirnar 11. september 2001 hefðu verið  einhvers konar samsæri bandarískra stjórnvalda.

Ég gaf svo sem ekkert út á hvað mér finnst, en gerði kröfu um að þeir, sem þykjast hafa sannanir fyrir því að þarna hafi verið samsæri, kæmu með haldbærar upplýsingar. Ég skal játa að ég gerði nokkuð stífar kröfur, en mér finnst allt í lagi að gera stífar kröfur þegar haldið er fram að eitthvað hafi verið sannað.

Ég átti von á flóði af athugasemdum af hvers kyns tagi… og fullt af fólki sem hefði eitthvað haldbært fram að færa.

En, nei… það kom nákvæmlega ekki neitt. Núll, Ekkert.

Og óneitanlega fyndið í ljósi allra sérfræðinganna sem hafa kynnt sér málið rosalega vel.

PS., jú kannski hafa ekki allir lesið þetta, en miðað við fjölda þeirra sem heimsóttu síðuna hefur þetta varla farið framhjá samsærurum.

Athugasemdir
  1. maggainga skrifar:

    Ekki gaman að fá enga athugsemd.

  2. jú, í þessu tilfelli var það einmitt alveg sérstaklega vel þegið..