Posts Tagged ‘ummæli’

Ómálefnaleg umræða, útúrsnúningar og undanbrögð hafa því miður allt of oft einkennt stjórnmálaumræðuna.

Í gær heyrði ég haft eftir stjórnmálamanni að hann gerði ekkert með efnislegar athugasemdir stofnana vegna þess að heiti þeirra eru skammstöfuð.

Ég náði ekki hver þetta var, né hvert tilefnið var né hvaða mál var til umræðu. Enda skiptir það engu máli.

En er þetta ekki botninn á umræðu taktík? Og má þó benda á ansi mörg tilsvör sem veita harða samkeppni.