Posts Tagged ‘smáræði’

Sagan af viðbrögðum Maríu Antoinette við því þegar Parísarbúar kröfðust þess að fá brauð, „let-them-eat-cake“… er víst ekki alveg nákvæmlega sannleikanum samkvæmt upp á punkt, í það minnsta hefur hún varla sagt þetta á ensku.

En punkturinn með sögunni var hvers víðsfjarri fólkið sem stjórnaði landinu var frá hinum almenna borgara.

Þetta rifjast upp í samhengi við að forsætisráðherra talaði um að hann hefði selt eitthvað sem skipti engu máli í Sjóði 9 hjá Glitni rétt fyrir hrun. Þetta reyndust svo vera tugir milljóna, um 50 á síðasta degi og (ef ég skil rétt aðrar 70 eitthvað þar á undan).

Einhvern veginn fær kakan sem hann bauð upp á fyrir síðustu kosningar nýja merkingu.