Posts Tagged ‘skoðun’

Frumleg skilgreining á hártogunum

Posted: júní 9, 2013 in Trú
Efnisorð:, ,

Skoðun birti ágæta samantekt á rangfærslum biskups í ræðu hennar fyrir setningu Alþingis, sbr. http://skodun.is/2013/06/07/thrjar-athugasemdir-vid-predikun-biskups/.

Meðal annars var bent á það að sú fullyrðing biskups þess efnis að kirkjan þjóni öllum standist ekki skoðun. Bæði er það skýrt tekið fram í samþykktum kirkjunnar að hún þjóni ekki fólki sem stendur utan hennar. Það hefur reynt nokkrum sinnum á þetta á síðustu mánuðum og niðurstaðan er alveg kýrskýr. Kirkjan þjónar ekki þeim sem standa utan hennar.

Í grein á trúmál.is er kallað hártogun í nafnlausri grein að benda á að þetta er ekki rétt.

Hvernig má þetta vera hártogun. Biskup setur fram fullyrðingu sem er sannanlega röng.

Þetta er jafn galið og að ef ég héldi því fram að Íslenska landsliðið í fótbolta hefði unnið Slóvena á Laugardalsvelli síðasta föstudag. Þegar mér væri bent á að leikurinn hefði farið 4-2 fyrir Slóvena myndi ég snúa upp á mig og kalla þetta hártogun með þjósti.

Það má líka rifja upp að í umræðum fyrir kosningar um stjórnarskrá var biskupi bent á þetta og kom hún af fjöllum og kannaðist ekki við þetta. En athygli hennar var vakin á þessu þarna og því vísvitandi rangfærsla að halda þessu stöðugt fram. Það er ekki fallegt að skrökva, held að það sé meira að segja nefnt í boðorðum kirkjunnar.