Posts Tagged ‘Kex’

Bjórhátíðin á Kex

Posted: febrúar 26, 2017 in Umræða
Efnisorð:, ,

Við duttum inn á bjórhátíðina á Kex um helgina, við misstum af fimmtudeginum en náðum „góðum degi“ bæði á föstudag og laugardag.

Úrvalið af undarlegum og stórskemmtilegum bjórum var hreint út sagt frábært, ef eitthvað var þá hefði mátt vera eitthvað meira af „venjulegum“ bjórum, en þeir eru svo sem í boði allt árið.

Auðvitað voru ekki allir bjórarnir góðir, fyrr mætti nú vera, sumir meira að segja nánast ódrekkandi.. en mikið rosalega finnst mér samt gaman að smakka og ég dáist að hugmyndafluginu.

Ég gleymi örugglega einhverjum og biðst afsökunar, bókhaldið var bara ekki alltaf í lagi.. en svo ég nefni nokkur dæmi af handahófi og ekki í neinni sérstakri röð þá man ég helst eftir Notorious frá Barnyard, tveir frá Ölvisholti (Barley?), cognac keimur af bjór frá Borg, nokkrir kaffi, vanillu, súkkulaði skotnir „porterar“, jafnvel með ís,BB (held ég, myndin heppnaðist ekki) frá Vestmannaeyjum… og já, er að gleyma nokkuð mörgum.

En takk fyrir frábæra hátíð, Kexbjorhatid-februar-fostudagur-3.. ekki hefði mig órað fyrir að upplifa svona stemmingu í Reykjavík þegar ég var að syngja um Bjór fyrir tæpum 35 árum. Og án þess að ég vilji vanþakka áhuga erlendra framleiðanda – sem koma hingað án þess að eiga í rauninni nokkra möguleika á að selja mikið hérna – þá fannst okkur nokkuð rauður þráður að íslensku bjórarnir voru jafnan betri. Frábær þróun á ekki lengri tíma.

Og, jú, ekki spilltu hamborgararnir á efri hæðinni stemmingunni.