Posts Tagged ‘Einar Kárason’

Það tekur því kannski ekki að vera að fjalla um heimsóknir skólabarna í kirkjur á skólatíma. Þetta var heitt deilumál nokkur síðustu ár, en svo er það smám saman að síast inn að auðvitað á menntun að vera í höndum kennara, sem hafa til þess bæra mennun – en ekki presta, sem samkvæmt starfslýsingu eiga að sinna trúboði.

Þannig er umræðan að mestu að fjara út og flestir sáttir við að halda þessu aðgreindu og færa mennta umhverfið til baka í það horf sem það var áður en kirkjan hóf markaðsókn inn í skólana.

Það dúkka upp stöku pistlar til varnar þessum ósið, nú síðast frá Einari Kárasyni, sem allt of margir eru að dreifa með jákvæðum ummælum.

Innihald pistilsins er hreinn og klár útúrsnúningur… það er lagt að jöfnu að vilja aðgreina fræðslu í skólum frá trúboði, við það að vilja banna börnum að fara í kirkju utan skólatíma. Svo er farið að grauta því saman hvort barn „megi“ koma inn í húsið annars vegar og því hins vegar að sitja undir áróðri og trúboði í þessu sama húsi. Og eftir að þessu grundvallar misskilningur hefur verið lagður, kemur einhver tilgangslaus langloka um verðmæti menningar og sögu – sem er vissulega rétt, en tilgangslaus vegna þess að hún kemur þessu máli nákvæmlega ekki neitt við.

Það er enginn að tala um að banna börnum að fara í kirkju, það er hlutverk foreldra og á að gerast utan skólatíma.

Það er enginn að segja að börn eigi ekki að kynnast sögu, menningu og bókmennum. En það á að gerast á forsendum menntunar og undir leiðsögn kennara.

Það er kannski ekki við öðru að búast en að gripið sé til útúrsnúninga þegar verja þarf vondan málstað. En það fer ekki stofnun vel, sem gefur sig út fyrir að standa vörð um heiðarleika og sannleika, að standa í svona rangfærslum.