Posts Tagged ‘Alþingiskosningarn’

Satt best að segja er væntanlega einfaldast að birta aftur færsluna um hvers vegna ég get ekki kosið Dögun. Án þess að hafa lagst í miklar rannsóknir þá sé ég ekki mikinn mun á þessum framboðum og hef órökstuddan grun um að fleiri en eitt framboð hafi meira með persónur og leikendur að gera en málefni.

Gott og vel, kannski er meiri munur en ég sé í fljótu bragði.

En það breytir því ekki að sömu atriði koma í veg fyrir að ég geti kosið flokkana.

Ég er þeim fullkomlega ósammála varðandi afnám verðtryggingarinnar og flokkurinn hefur þegar tekið afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu, sem mér finnst ótímabært.

Þá hjálpa fáránleg ummæli eins frambjóðanda flokksins um Amnesty, hvað þá kauðalegar tilraunir til að réttlæta þau.

Auðvitað er eitt og annað sem ég get tekið undir, en þau atriði finn ég annars staðar. Stuðningur við nýja stjórnarskrá virðist til dæmis takmarkaður við ákveðin atriði nýrrar stjórnarskrár, frekar en málið í heild.