Posts Tagged ‘2018’

Ég sé (allt of) marga tala um að skila auðu í komandi kosningum eða jafnvel að mæta ekki á kjörstað.

Allt vegna þess að þeir finna ekki flokk sem er þeim nákvæmlega að skapi.. sem er auðvitað rétt, það er til dæmis ekki nokkur flokkur sem fellur nákvæmlega að öllum skoðunum mínum á sveitarstjórnarmálum.

En að sleppa því að kjósa einhvern þeirra tiltölulega hófsömu, „ráðsettu“ og „gömlu“ og þeirra sem eiga til dæmis fulltrúa í borgarstjórn… þetta eykur hlutfall þeirra sem eiga ekkert erindi í stjórn, og gefur þeim möguleika á að komast að. Kannski er hættan ekki mikil núna, en þetta er þróun sem þarf að varast.

Núverandi forseti Bandaríkjanna var kjörinn með atkvæðum 26,7% þeirra sem áttu rétt á að kjósa.

Til dæmis í Frakklandi [Bretland var ekki gott dæmi hjá mér í fyrri útgáfu færslunnar] hafa öfgaflokkar náð þingstyrk langt umfram fylgi kjósenda, sú þróun virðist reyndar vera að snúast við, en nokkuð dýrkeyptur lærdómur.

Og já, ég gef mér að harðir stuðningsmenn öfgaskoðana mæti frekar á kjörstað en þeir sem eiga erfitt með að gera upp hug sinn milli til dæmis gömlu flokkanna.

Þannig að fyrir alla muni, kjósið eitthvað annað en öfgaflokka, það er þess virði að greiða atkvæði gegn þeim.