Misskilningurinn með auð atkvæði (og að mæta ekki)

Posted: nóvember 9, 2024 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:, ,

Í hverjum kosningum heyrist, nokkuð hátt, í þeim sem ætlað ýmist að skila auðu, gera ógilt eða jafnvel ekki mæta á kjörstað. Jafnvel borið á smá yfirlæti í yfirlýsingum.

Lengi hefur það þótt sýna ákveðna afstöðu að mæta frekar og skila auðu en að mæta alls ekki.. það gerir það kannski í huga viðkomandi – en þetta er nákvæmlega það sama, kemur nákvæmlega eins út – og öllum er sama, það tekur enginn eftir þessu.

En þetta er ekki bara hlutleysi, eins og margir vilja halda, þetta er stuðningur við þá sem eru að fá flest atkvæði.

Ekki bara óbeinn því kosningakerfið okkar virkar þannig að þeir sem fá hærra hlutfall fá (oftar en ekk) meira hlutfall þingsæta en fjöldi atkvæða segir til um. 

Þannig að að.. munið að það að sitja heima eða skila auðu er ekki sjálfstæð afstaða.. það er stuðningur við þá sem fá raunverulega flest atkvæði hjá öðrum kjósendum.

Lokað er á athugasemdir.