þá er nokkuð ljóst að það er eitthvað mikið að.
Ræfillinn, drullusokkurinn og auminginn (ég nenni ekki að skýra frekar, það yrði allt of langur lestur) sem sat á forsetastóli 2016-2020 og tapaði síðustu kosningum afdráttarlaust, virðist eiga þokkalega möguleika á að vinna.
Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna það kemur yfirleitt til greina að kjósa hann, mannfyrirlitningin, fáfræðin, heimskan, fordómarnir, getuleysið, stanslaus lygaþvælan, ofbeldið og svo mætti lengi telja.
En ekki síður aumingjaskapur og getuleysi réttar- og dómskerfisins við að koma honum á bak við lás og slá eftir augljósa og ítrekaði glæpi er svo enn frekar til marks um að það er eitthvað mikið að vestanhafs. [jú, ég veit að hann var búinn að planta útsendurum í lykilstöður í réttarkerfinu, en samt].
Enda hvernig sem fer, kannski er þetta stórveldi komið á endastöð og fall yfirvofandi.
Ég er ekki svo viss um að það sé endilega svo slæmt svona til lengri tíma litið. Stórveldi liðast gjarnan í sundur.
En auðvitað vona ég bæði vegna vina og kunningja sem búa þarna – og líka vegna þess að þarna er fullt af góðu fólki – að kosningarnar fari vel og við taki almennar breytingar sem skilji mannfyrirlitningu, fasisma, fordóma og fáfræði eftir. En það verður erfitt.