Lokaleikur, miðar

Posted: október 24, 2024 in Fótbolti
Efnisorð:,

Ég held að ég sé ekkert sérstaklega að sækja eftir miða á lokaleikinn á Íslandsmóti karla í fótbolta, það er eitt og annað sem kemur til:

  • ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir leiknum, er sannfærður um að Blikar vinna öruggan sigur
  • það eru margir Blikar duglegri en ég að láta heyra í sér
  • og flestir hafa mætt á fleiri leiki en ég á árinu
    • ég held reyndar að starfsmaður mótanefndar taki mið af því að setja leiki á tíma þegar ég kemst ekki, hefur örugglega “hakkað” sig inn á dagatalið mitt
  • það verður örugglega hvort sem er skemmtilegra að vera í Smáranum, ef ég kemst
  • ég veit svo sem að allt getur gerst en þó svo að "illa fari" þá er ég mjög sáttur við tímabilið hjá Blikum, hafa verið langbesta liðið og það telur miklu meira fyrir mig en titlar (já, ég geri mér grein fyrir að þetta eru klár ellimerki)
  • þessi úrslitakeppni fer rosalega í taugarnir á mér, að mínu viti mikill misskilningur og ósanngjarnt fyrirkomulag
  • óboðlegt starfsumhverfi dómara hefur skilað óvenju mörgum slæmum mistökum á þessu tímabili og það hefur verið verulegur halli á því hvernig þau hafa dreifst, Blikar væru fyrir löngu staðfestir meistarar ef við notuðum tæknistuðning (VAR) við dómgæslu
    • þetta er eiginlega búið að vera svo slæmt að ég stend mig að missa áhuga á að fylgjast með mótinu, löngu áður en ljóst var hversu furðulega þetta hefur dreifst
    • ég veit að stuðningsmenn annarra liði hafa aðrar skoðanir, kann ekki við að segja að þeir séu “í afneitun” en er klárlega að hugsa Smile
    • nei, mig langar ekkert að eyða næstu vikum í að þrasa um þetta

Lokað er á athugasemdir.