Blikar á Parken

Posted: ágúst 2, 2023 in Fótbolti
Efnisorð:, ,

Ekki kemst ég á leik Breiðabliks á Parken í undankeppni meistaradeildar Evrópu..

En ég sá haft eftir Óskari Hrafni að það gæfi honum ekki mikið að liðið hafi spilað vel í fyrra leiknum í ljósi þess að leikurinn tapaðist.

Auðvitað má deila um hversu vel liðið hafi spilað þegar það fær svona mörk á sig – og á hinn bóginn nýtir ekki færin betur.

En.. við skulum ekki gleyma að liðið spilið stóran hluta leiksins mjög vel og skapaði talsvert af færum, eiginlega ótrúlegt að skora ekki..

Eina leiðin til að koma íslenskum fótbolta á betri stað er að liðin þori – og geti – spilað fótbolta. Það er ekkert svo langt síðan íslensk lið fóru illa út úr Evrópuleikjum og áttu í besta falli sómasamlega baráttu í tapi í vonlausum leikjum. Breiðablik hefur verið fremst í að þróa íslenskan fótbolta, bæði í karla og kvennaflokki og vonandi fylgja fleiri félög, það eru þegar merki um að árangur Blika skili sér til annarra félaga – og ekki spillir að árangur Blika er að skila fleiri félögum sætum í Evrópukeppnum.

Nú veit ég (auðvitað) ekkert um það hvernig leikurinn fer í kvöld, mögulega gengur allt á afturfótunum og úrstlitin verða óhagstæð.

En, það er alveg möguleiki á að liðið standi sig vel, og vinni jafnvel upp tapið hér heima. Það sem vekur von er einmitt að liðið getur spilað fótbolta á móti “stórum” liðum.

Lokað er á athugasemdir.