Vísindin, bara þegar þau henta?

Posted: september 17, 2020 in Umræða

Ég er alltaf jafn undrandi að sjá fólk sem nýtir sér framfarir í vísundum mörg hundruð sinnum á dag allt í einu hafna vísindum þegar niðurstaðan er óþægileg. Mögulega hefði þetta fólk ekki einu sinni „komist á legg“ ef ekki væri fyrir læknavísindin.

En þegar niðurstaðan er óþægileg þá allt í einu er einhver á YouTube bara með góðar og gildar skoðanir og um að gera að taka mark á áróðursgreinum hagsmunaaðilum, sem standast enga skoðun.

Og svo er ákveðin kaldhæðni að öllu þessu er dreift á netinu með notkun tölvutækni og snjallsíma.

Lokað er á athugasemdir.