Blikar

Posted: september 12, 2020 in Fótbolti
Efnisorð:

Ég hef fylgst með knattspyrnuliðum Breiðabliks í all nokkuð langan tíma. Skal játa að ég mætti vera duglegri að mæta á völlinn, sérstaklega hjá kvennaliðinu, en stundum er of þægilegt að horfa heima og eiginlega lítið annað í boði þetta árið. Í öllu falli… kvennaliðið er í góðum málum en það hafa verið nokkrar umræður um karlaliðið.

Ég var nokkuð efins um þá ákvörðun að láta fyrri þjálfara, Ágúst Gylfason, fara.. en auðvitað er ekki annað en sanngjarnt að gefa nýjum þjálfara tækifæri.

Og í stuttu máli þá er ég mjög sáttur við hvernig liðið spilar, þetta er nákvæmlega sá fótbolti sem ég hef mest gaman af, finnst að Blikar eigi að standa fyrir og ég einfaldlega nenni ekki á völlinn fyrir neitt minna.

Það hafa komið nokkrir leikir þar sem úrslitin hafa ekki verið eins og ég vonaðist eftir, liðið hefur fengið á sig allt of mikið af ódýrum mörkum og færanýtingin er vel undir lágmarkskröfum.

En… þetta er heldur betur á réttri leið, megnið af tímanum spilar liðið fyrsta flokks fótbolta og það er ekkert óeðlilegt við að það taki tíma að slípa svona til. Sumt má skrifa á reynsluleysi, annað skrifast kannski á að stundum eru leikmenn ekki á „sömu blaðsíðu“ og svo eru auðvitað nokkur atriði sem þjálfarinn lagar með tímanum.

Í smá bjartsýniskasti sé ég ekki betur en að liðið geti orðið eitt af bestu liðum í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Lokað er á athugasemdir.