Af viðskiptum við olíufélag

Posted: september 25, 2019 in Umræða

Sonurinn tók bensín hjá olíufélagi þar sem við erum með dælulykil. Sem er ekki í frásögur færandi. Og ég fékk reikning í tölvupósti sem passaði við að fyllt hafi verið á bílinn.

Nokkrum dögum síðar kemur reikningur frá sama félagi í heimabankann.

Þessum reikningi fylgdu engar skýringar.

Þegar ég fer að spyrjast fyrir er mér sagt að þetta sé fyrir bensíni sem við höfum tekið á sama bíl og við höfum stungið af.

Ég fékk reyndar misvísandi upplýsingar um hvort þetta hefði verið sama dag og við fylltum á bílinn eða daginn eftir.

Á endanum var staðfest að þetta bensín sem hafði verið tekið og síðan stungið af átti sér stað 10 mínútum eftir að við fylltum á sama bíl

Ég útskýrði þetta nokkrum sinnum, bæði á vefspjalli og í tölvupóstum.

Ég hef ekki tölu á því hversu oft var fullyrt að við hefðum tekið bensín og stungið af, eftir að ég hafði útskýrt að það væri ekki mjög sennilega að við hefðum fyllt á bílinn 10 mínútum áður.

Það tók svo nokkra tölvupósta að fá þetta fellt niður.

Og engin afsökunarbeiðni fyrr en ég benti sérstaklega á að þessi vinnubrögð væru ekki boðleg. Afsökunarbeiðninni fylgdi reyndar boð um skyndibita, sem ég hef ekki nokkurn áhuga á og þó ég hefði haft lyst, þá telur það ansi lítið á móti tímanum sem þetta tók.

Sem sagt, þau senda mér reikning án skýring og án þess að hafa samband og spyrja hvort þetta geti verið – auðvitað hefði getið komið fyrir að það hefði gleymst að greiða.

Þau staglast á því að við höfum tekið bensín og stungið af, löngu eftir að ég er búinn að útskýra að það gangi ekki upp.

Ætli mig langi nokkuð til að versla frekar við þau?

Lokað er á athugasemdir.