er í rauninni ekki að landinu er stjórnað af ofdekruðum, ómenntuðum, sjálfhverfum, ofvöxnum, sjálfhverfum krakka sem er að dunda sér við að eyða auði fjölskyldunnar.
Vandamálið er auðvitað að það er fólk sem bókstaflega trúir á hann. Þá á ég við í merkingu trúarbragðanna. Ég rökstyð þetta með því að það er ekkert sem gaurinn getur gert eða sagt, eða hefur gert eða sagt, sem getur fengið fólk til að skipta um skoðun. Hann er ýmist afsakaður með að þetta sé nú ekki svo slæmt (þó andstæðingar hans hafi verið útmálaðir óverjandi og óalandi fyrir sömu sakir), þetta séu falsfréttir (þó staðfestar séu og komi jafnvel beint af hans eigin tísti) og ef annað dugar ekki til, andstæðingarnir eru bara ekkert betri… og allt leyfilegt þegar kemur að því að ljúga upp á þá.
Það er alveg sama þó upp komist um að hann hafi logið, svikið, svindlað, skipað fyrir um dráp á fólki, niðurlægt konur, sé rasisti, taki réttindi af samkynhneigðum og transfólki.
Það er alveg sama þó komi í ljós að hann hafi ekki lágmarksþekkingu á viðskiptum, vísindum, landafræði, stjórnmálum, milliríkjaviðskiptum, stjórnkerfi, hlutverki dómstóla, geti ekki munað í 2 mínútur í hvaða bæ hann er staddur, ljúgi upp á aðra þjóðarleiðtoga, hvetji til ofbeldis, verji morðingja og verji þá sem fremja hatursglæpi.
Fólk kemur til með að styðja hann áfram. Í höfuðlausri heimskunni.
Hvernig get ég fullyrt?
Jú, allt þetta er þegar staðfest… og gaurinn hefur stuðning fólks.
ég hef stundum sett niður nokkrar hugleiðingar um þennan ræfil sem komst til valda fyrir vestan, án þess að birta, en kannski er rétt að hafa þetta í huga, við virðumst stöðugt vera að færast nær siðblindu í stjórnmálum, þannig að ég ætla að láta nokkrar athugasemdir detta inn næstu daga