„Kópavogsbúi“ ei meir

Posted: desember 1, 2018 in Umræða

Ég ólst upp í Kópavogi, þrátt fyrir að fæðast í Reykjavík – enda engin fæðingardeild í Kópavoginum – bjó þar til ég var 24 ára.

Síðustu 35 árin hef ég svo búið í Reykjavík, en alltaf talið mig Kópavogsbúa… Breiðablik mitt félag og og einhvern veginn litið á að þetta væri minn bær.

En þetta er auðvitað óþarfa rómantík fram eftir aldri.

Í öllu falli þá er kominn tími til að segja þetta gott, látum vera hvaða dropi fyllti mælinn, en ég er sem sagt Reykvíkingur ef einhver spyr.

Lokað er á athugasemdir.