Drullusokkar og glæpamenn í listum og fótbolta

Posted: júlí 18, 2018 in Umræða

Ég er stundum í vandræðum með að ákveða hverju ég má leyfa mér að hafa gaman af.

Gott dæmi eru frábærar kvikmyndir, tónlist og sjónvarpsþættir frá einstaklingum sem hafa gerst sekir um ósiðlega og / eða glæpsamlega hegðun. Hefur það áhrif á gæði efnisins frá viðkomandi? Nú er ég ekki að tala um hvort ég vilji kaupa efnið og styrkja viðkomandi þannig, gefum okkur að verið sé að sýna sjónvarpsþátt á stöð sem ég er hvort sem er með áskrift að. Get ég leyft mér að njóta efnisins?

Sama gildir um fótbolta.

Ég hef fyrir löngu sætt við mig við að stórkostlegir knattspyrnumenn reiða nú ekki með beinlínis vitið í þverpokum. Og ég er að mestu hættur að pirra mig á heimskulegum og hrokafullum yfirlýsingum.

En þegar þeir lýsa stuðningi við glæpamenn sem stunda mannréttindabrot? Get ég haft gaman af að horfa á tilburði þeirra á knattspyrnuvellinum? Eða má ég leyfa mér að horfa fram hjá einstaklingnum og horfa á leikinn? Að því gefnu að ég sé ekki beinlínis að styrkja viðkomandi með beinum hætti.

Lokað er á athugasemdir.