Lýðskrumið um fundarsetulaun

Posted: júní 19, 2018 in Umræða

Ég læt gjarnan fara í taugarnar á mér þegar „pólitíkusar“ eru að ná sér í athygli út á ódýrara fullyrðingar, innihaldslausar ályktanir og/eða rjúka upp af hreinni og klárri vanþekkingu – einfaldir frasar eru settir fram, hljóma kannski vel í fyrstu, en standast ekki skoðun.

Nýjasta dæmið er umræðan um laun borgar- bæjarfulltrúa fyrir fundasetu. Þetta virðist fá mikinn hljómgrunn, amk. hjá mínum vinum á samfélagsmiðlum, en ég sé ekki betur en að þetta byggist á vanþekkingu og að hafa kannski ekki hugsað dæmið til enda.

Það má alveg deila um upphæðir, bæði grunnlaun og laun vegna fundasetu… það er góð og gild umræða – en það er önnur umræða.

Það er ekkert að þeirri aðferð að greiða sérstaklega fyrir fundasetu.

Það að sitja fund kallar ekki eingöngu á tímann sem fer í fundinn sjálfan. Það þarf að undirbúa fundi og það þarf líklega að fylgja fundi eftir. Þeir sem sitja fundi hjá nefndum þurfa að taka tíma í að fylgjast með viðkomandi málefni milli funda, jafnvel þó ekki sé um beinan undirbúning að ræða.

Bæjarfulltrúar geta verið í mismörgum nefndum jafnframt því að sitja í bæjarstjórn. Þess vegna getur einn bæjarfulltrúi hæglega þurft að leggja á sig mun meiri vinnu en annar, þeas. vinnuskyldan getur verið misjöfn. Þess vegna er ekkert að því að meta ólíkt vinnuframlag til mismunandi launa. Og aftur, upphæðirnar eru önnur umræða.

[reyndar minnir mig að ákveðin fundarseta sé inni í launum, aðeins sé greitt ef fundarseta fer umfram ákveðið lágmark, getur verið mismunandi milli sveitarfélaga, hvort sem er ekki aðalatriðið] 

Athugasemdir
 1. Halldór skrifar:

  Við venjulegir ríkisstarfsmenn á gólfinu erum nú ekki að fá greitt sérstaklega fyrir fundasetu. Yfirleitt er tekið sérstaklega fram, þegar við erum sett í nefndir og ráð, að ekki sé greitt sérstaklega fyrir þetta. Enda litið á þetta sem hluta af vinnunni. Kannski þurfa bara borgar- og bæjarstjórar meiri hvatningu til að sinna starfinu en við hin?

  • Nú ekki ég ekki til á þínum vinnustað, væntanlega kemur þetta á móti annarri vinnuskyldu – ef ekki, þá finnst mér fráleitt ef þið fáið ekki greitt sérstaklega fyrir!

   En svo langt sem ég veit þá er ákveðin fundarseta fyrir bæjar- og borgarstjórnir hluti af vinnunni, en greitt sérstaklega ef það fer yfir ákveðna viðmiðun.

   Punkturinn er að það er ekkert að því að ef einn fulltrúi hefur meiri vinnuskyldu en annar, þá fái sá hinn sami fái meira greitt en hinn. Hver munurinn á að vera og hvort það á að lækka grunnlaunin er svo önnur umræða.