Ég verð að játa að kosningaúrslitin ollu nú talsverðum vonbrigðum.
Ekki svo að skilja að ég ætlist til að allir hafi sömu sýn og ég að deili öllum mínum skoðunum. Það er eðlilegt að hafa ólíkar hugmyndir og ræða kosti og galla þeirra.
Það sem truflar mig alltaf eftir úrslit kosninga er hversu margir virðast (afsakið orðbragðið, „kjósa með rassgatinu“… í þeirri óbókstaflegu merkingu að nenna ekki að kynna sér málefni, nenna ekki að kynna sér afstöðu flokka, nenna ekki að kynna sér feril flokka eða flokka, kjósa flokk af gömlum vana, sætta sig við glórulausar rangfærslur sem auðvelt er að afgreiða og / eða falla fyrir ómerkilegu „tilfinningaklámi“ (gott og vel, mig vantar betra orð).
Ekki misskilja. Ég er ekki að ætlast að allir kjósendur leggir í mikla rannsóknarvinnu… en fyrr má nú rota en dauðrota.
Það er sagt að lýðræði sé slæmt en það sé bara engin betri hugmynd.
Þar er ég heldur betur ósammála. Það er ekkert flókið að útfæra þessa grunnhugmynd þannig að hún virki betur, skili okkur betri fulltrúum og betri stjórnsýslu. Það er meira að segja frekar einfalt.