Ruglingur í Reykjavík?

Posted: apríl 26, 2018 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Ég er aðeins að reyna að átta mig á þessu væntanlega offramboði af framboðum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.

Einhver þeirra eru nokkuð augljós grín framboð, önnur eru sennilega hálfri ef ekki heilli öld of seint á ferð, einhver virðast hafa þann tilgang einan að vekja athygli á sérmálum og svo eru þessi sem engin leið er að átta sig á hvort eru grín eða ekki.

Þessi sem ég átta mig ekki á hvort eru grín eða ekki eru með stefnumál um atriði sem borgin hefur engin umráð yfir og ekkert um að segja, þannig er ekki klárt hvort þau eru að reyna að vera fyndin eða eru að rjúka í framboð án þess að hafa grun um hvað þau er að tala um.

Þannig að… sko… ég hef ekkert á móti grínframboðum, en eitt er alveg nóg – og það þarf helst að vera svolítið fyndið.

Ég hef heldur ekkert á móti framboði sem byggir á ástríðu fyrir stefnu í stjórnmálum, en kannski þurfa sum þeirra að gera upp við sig hverju framboðið skilar. Sérstakt framboð sem leggur áherslu á fá mál en á samleið að miklu leyti með öðrum og er ekki líklegt til að ná nægilegu fylgi til að koma að fulltrúa… þannig framboð vinnur kannski í rauninni gegn megninu af þeim hugsjónum / hugmyndum sem þau ætla sér að vinna fylgi.

Þannig að, án þess að ég vilji gera (mjög) lítið úr réttindum allra til að bjóða sig fram… þá eru nokkur atriði:

  1. ef þetta er grín framboð, er þetta eitthvað fyndið?
  2. ef þetta er alvöru framboð, hafið þið einhverja þekkingu á því sem þið eruð að tala um?
  3. ef þetta er „sylluframboð“, getur verið að þið gerið meira gagn annars staðar og vinnið hugsjónum ykkar frekar fylgi þannig?

Lokað er á athugasemdir.