Bannmerkingar…

Posted: janúar 22, 2018 in Umræða

Ég hef þrjóskast við að setja „bannmerkingu“ á símanúmerin frá því að þetta var í boði… Mér hefur þótt allt í lagi að fá stöku sinnum símtöl þar sem verið er að óska eftir styrkjum við góð (amk. oftast) málefni og stundum verið að selja eitthvað sem ég hef nú sjaldnast áhuga á, en hefur þó komið fyrir.

Oftar en ekki hef ég reynt að styrkja, forðast reyndar „áskriftir“ að styrkjum og auðvitað hefur stundum komið upp að annað hvort hefur talsvert mikið verið komið á stuttum tíma eða ekki hefur staðið vel á hjá okkur.

En… nú er svo komið að síðustu mánuði er ítrekað verið að hringja á miðjum vinnudegi í farsíma. Þetta er orðið svo mikið ónæði að ég einfaldlega verð að setja bannmerki á símann.

Lokað er á athugasemdir.