.. en „rasisti“ er hann

Posted: maí 8, 2017 in Umræða

Ég var eitthvað efins um daginn hvort það væri tímabært að nota hugtakið „fasisti“ um núverandi forseta Bandaríkjanna.

En ég er ekki í nokkrum vafa um að það er rétt – og skylt – að kalla hann „rasista“. Okkur vantar eiginlega gott íslenskt orð yfir þetta hugtak, „kynþáttafordómar“ gefa til kynna að orðið nái eingöngu yfir fordóma vegna kynþáttar. Reyndar er „racism“ að hluta til þannig líka.

Látum orðhengilshátt liggja á milli hluta.. það er fínt að ganga út frá skilgreiningu Evrópuráðsins ECRI-7

“racism” shall mean the belief that a ground such as race, colour, language, religion, nationality or national or ethnic origin justifies contempt for a person or a group of persons, or the notion of superiority of a person or a group of persons.

Það þarf ekkert að deila um að forsetinn hefur reynt að mismuna fólki á þessa vegu og að hann hefur sýnt fólki fyrirlitningu á þessum forsendum. Þrátt fyrir að hann hafi reynt að draga í land og jafnvel breiða yfir sum atriðin.

Nokkur dæmi sem nægja mér amk.:

  • Hann vill banna fólki af ákveðnu þjóðerni að koma til Bandaríkjanna, segir það reyndar byggt á trú viðkomandi, en lætur það eingöngu bitna á fólki frá ákveðnum löndum og gerir engar athugasemdir við að fólk sömu trúar frá öðrum löndum komi til landsins.
  • Hann á setningarnar „Black guys counting my money! I hate it“ og „I think that’s guy’s lazy. And it’s probably not his fault because laziness is a trait in blacks.“.. Þetta var haft eftir honum og hann staðfesti upphaflega að hafa sagt þetta, þó hann hafi reynt að draga það til baka eftir að hann fór í pólitík.
  • Um Mexíkóa sagði hann „We get the killlers, drugs & crime, they get the money!“ Já, hann segir reyndar að þetta eigi bara þá Mexíkóa sem koma til Bandaríkjanna en þetta eru samt fordómar byggðir á þjóðerni.
  • „Sadly, the overwhelming amount of violent crime in our major cities is committed by blacks and hispanics-a tough subject-must be discussed.“

Lokað er á athugasemdir.