Ég fæ víst seint nóbelsverðlaunin í hagfræði, enda allt of mikið í því að velta upp „heimskulegum spurningum“ þegar kemur að efnahagsmálum.
Eitt sem er stöðugt haldið fram er að vegna þess að krónan sé ónýt sem gjaldmiðill þá sé ekki hægt að hafa lægri vexti. Getur einhver útskýrt fyrir mér hvers vegna?
Jú, óverðtryggð lán þurfa væntanlega ákveðið svigrúm vegna mögulegra verðlagsbreytinga.. en hvers vegna þurfa verðtryggð lán að vera með hærri vöxtum en 0,5%-1,0%? Verðtryggð króna er jafn stöðug og hvaða gjaldmiðill sem er, eða hvað??
En, smá fyrirvarar, ég hallast að því að taka við tökum aðild að ESB alvarlega og upptöku Evru… án þess að vera fullkomlega sannfærður og er auðvitað tilbúinn að taka rökum (eins og alltaf).