Ég er ekki hagfræðimenntaður – en áskil mér nú samt rétt til að spyrja „heimskulegra spurninga“ um hagfræði.
Ég heyri gjarnan þær skýringar að ekki gangi að lækka vexti vegna þess að það myndi þýði aukna þenslu – með alveg skelfilegum afleiðingum.
Jú, jú, ég get alveg skilið að lægri vextir kalli á aukna eftirspurn eftir lánsfé.
En hvað með hina hliðina?
Þýða lægri vextir ekki minna framboð?
Getur ekki verið að lægri vextir séu nákvæmlega það sem til þarf til að sporna við þenslu – svona að því gefnu að það sé æskilegt markmið, það er amk. alltaf notað sem rök fyrir háum vöxtum að lækkun þeirra myndi auka þenslu.
Mér sýnist amk. að hagkerfi ríkja með lága vexti séu ekki beinlínis að springa vegna þenslu.
Stundum þarf einhver að spyrja eins og bjáni.. Seðlabanki?