Mega þingmenn hafa eigin skoðanir?

Posted: mars 2, 2017 in Stjórnmál, Umræða

Mér sýnist helst á samfélagsmiðlunum að það sé einhver stærsti glæpur þingmanna að hafa eigin skoðanir og standa við þær.

Gefum okkur að þingmaður bjóði sig fram og nái kjöri með það skýra stefnu í ákveðnu máli.

Nú kemur í ljós að meirihluti þjóðarinnar sé fullkomlega ósammála þingmanninum.. Auðvitað ekki allir, kannski tveir af hverjum þremur. Á þá þingmaðurinn að skipta um skoðun og hætta að hafa þá skoðun sem hann stóð fyrir þegar hann náði kjöri? Á hann að brjóta stjórnarskrána og kjósa gegn eigin sannfæringu? Á sá hluti kjósenda sem ekki er í meirihluta ekki rétt á að skoðanir þeirra heyrist á þingi?

Lokað er á athugasemdir.