Fasista- og fleiri stimplar

Posted: febrúar 5, 2017 in Umræða

Ég hef svo sem ekkert miklar áhyggjur af því í sjálfu sér þó Trump sé kallaður „fasisti“. Stjórnarhættir mannsins minna um margt á fastista fyrri aldar.

Hann er þó ekki kominn alveg þangað, amk. ekki enn, og að einhverju leyti finnst mér óþarfi að gengisfella hugtakið og í rauninni gera lítið úr fórnarlömbum fasista fyrri aldar.

En aðallega þá drepur þetta umræðunni á dreif, rökræðan fer að snúast um hvort Trump sé fasisti eða ekki og kjarni málsins, dómsdags ruglið sem hann er að gera fellur í skuggann og í stað þess að fordæma tilskipanir hans, sem við erum væntanlega öll sammála um, þá fer orkan í eitthvert þras um stimpla.

Lokað er á athugasemdir.