Það eru nokkrir einstaklingar að sækjast eftir starfi sem ég, ásamt nokkrum öðrum, á víst að taka ákvörðun um hver fær.
Það stendur víst ekki til boða að fá viðkomandi í atvinnuviðtal í eigin persónu, en það væri þó eiginlega nauðsynlegt.
Einn umsækjandinn hefur gegnt starfinu og væri kannski fyrstur í viðtal.
Spurningarnar væru kannski eitthvað á þessa leið:
- Þú sagðir ósatt síðast þegar þú komst í atvinnuviðtal, er einhver ástæða til að ætla að þú segir satt núna?
- Þú sagðir í síðasta viðtali að þú myndir sko alls ekki sækja um aftur, hefurðu einhverjar betri skýringar á kúvendingunni en eitthvert óljóst tal um óstöðugleika, sem stenst enga skoðun?
- Þú fullyrtir nýlega að konan þín tengdist á engan hátt öðrum og vafasömum félögum? Svo hefur komið í ljós að þetta var rangt.. kannski vissir þú ekki af þessum tengingum, en var ekki fullkominn dómgreindarskortur að fullyrða svona?
- Nú hefur þú stundum og stundum ekki tekið mark á skoðunum annarra og orðið við óskum fjölda fólks, en stundum ekki – er hægt að fá einhverjar skýringar á því hvernig þú metur svona óskir?
- Nú gerðir þú þig að fífli á alþjóðavettvangi fyrir hrun..
Æi, svarið skiptir eiginlega ekki nokkru máli.
Næsti!