Ætla samt ekki að flýja land…

Posted: apríl 18, 2016 in Umræða

 

Ég er farinn að halda að þessi endalausa forsetatíð sé skipulagt samsæri með það eitt að markmiði að reyna að hrekja mig úr landi.

En þetta embætti er samt þannig að þó einhver sitji sem fastast í trássi við gefnar yfirlýsingar og þó mér hugnist engan veginn sú tilhugsun að hafa þaulsætinn forseta sem telur sig einan geta sinnt þessu starfi og þó mér mislíki verulega hvernig embættinu hefur verið sinnt.. þá verður bara að hafa það.

Þetta embætti er einfaldlega ekki nægilega merkilegt, það breytir sáralitlu hver situr þarna og áhrifin eru nánast engin.

Ég hef haldið þetta út í tuttugu ár og ætla að halda áfram..

Lokað er á athugasemdir.