Borgarlaun eða nauðsynjatrygging?

Posted: mars 15, 2016 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:

[ég var að finna þessa færslu í eldgömlum drögum að greinum og í ljósi þess að þetta er að koma aftur upp er allt í lagi að láta þetta flakka.. tek fram að ég er engan veginn sannfærður á annan hvorn veginn, finnst þetta spennandi, en sé þetta ekki alveg ganga upp… en það væri fróðlegt að fá rök (ekki upphrópanir) með og á móti, hvort þetta getur gengið – en ekki sögulegar skýringar eða hugmyndafræði fyrirlestra!]

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort það megi ekki einfalda umsýslu hins opinbera..

Ég hélt satt að segja að ég væri á villigötum og úti á túni.. en svo virðist sem þessar vangaveltur séu í gangi í fullri alvöru.

Við erum með ansi þungt kerfi í kringum ellilífeyrir, atvinnuleysisbætur, sjúkratryggingar og skattheimtu. Að við tölum nú ekki um lífeyrissjóðina. Og eftirlitið með þessu öllu.

Væri ekki rosalegur sparnaður að sleppa öllum þessum kerfum?

Þannig er vissulega freistandi hugmynd að hver fullorðin einstaklingur fái ráðstöfunarfé sem myndi nægja fyrir lágmarks lífsnauðsynjum – án tillits til nokkurs. Allar stofnanir sem meta hverjir eiga að fá hvað verða óþarfar – og sama gildir um allt eftirlit.

Laun fyrir hvers konar vinnu myndu væntanlega lækka talsvert, þeas. vinnuframlag yrði til að sækja viðbótarlaun. Sem aftur væri til að greiða fyrir hvers kyns bölvaðan óþarfa umfram lífsnauðsynjar sem okkur langar samt til að kaupa.

Hvaðan fær ríkið tekjur til að greiða öllum laun? Hætta ekki allir að vinna? Leggst ekki grunn framleiðslan af?

Sennilega verður getur þetta gengið til skamms tíma – og mjög líklega gengur þetta til skamms tíma á afmörkuðu svæði og/eða í litlu samfélagi.

En til lengri tíma litið þá er kannski rétt að hafa á bak við eyrað að við búum ekki í Doddabókunum. Fólk er almennt frekar eigingjarnt, sjálfhverft og jafnvel ekkert sérstaklega fært um einfalda rökhugsun.

Þegar svona hugmyndir eru skoðaðar er hjálplegt að setja upp dæmi af litlu þorpi eða lítilli fjölskyldu.

Allir þurfa húsaskjöl, mat (þmt. vatn) og föt (ímynda ég mér). Það þarf kannski ekki mjög mikla vinnu til að útvega þetta. En það þarf að halda umhverfinu í lagi, þrífa og þvo. Vonandi gleymum við ekki menntun. Og fólk veikist og það þarf hjúkrun. Hvernig tryggjum við að einhverjir séu tilbúnir að vinna til að sinna þessum verkefnum?

Mögulega verða nægilega margir sem hafa áhuga á neyslu umfram grunnþarfir og sinni þannig þeim störfum sem þarf að sinna.

En hvað, ef ekki? Hvernig tryggjum við þetta? Það er ekki hægt að setja lágmarks vinnuskyldu á alla.. sumir eru jú ófærir um að vinna – og um leið og við förum að gefa sumum undanþágur þá erum við komin með einhvers konar eftirlitsstofnanir.

Og hvað með þá sem taka grunnlaunin sín og eyða í eitthvað allt annað en grunnþarfir? Er betra að útvega öllum grunnþarfir í stað peninga sem við ætlumst til að notaðir séu í annað en grunnþarfir?

Lokað er á athugasemdir.