Við Fræbbblar gáfum út plötuna „Í hnotskurn“ í sumar/haust.
Ég held að það sé óhætt að segja að hún hafi fengið fínustu umsagnir, eiginlega rosalega jákvæðar, þó eitthvað sé hún kannski strax farin að gleymast.
Salan hefur satt best að segja ekki verið neitt sérstaklega mikil og við heyrum að það sé eiginlega bara áhugi á að fá hana annað hvort á vinyl eða rafrænt, geisladiskurinn sé bara ekki lengur spennandi.
Framleiðsla á vinyl er það dýr að þegar við fórum af stað fannst okkur ekki líklegt að það gæti staðið undir sér að bjóða upp á þetta form. Við gáfum okkur að áhuginn væri ekki nægilega mikill til að réttlæta framleiðslu. En síðan hefur okkur verið bent á að það megi framleiða örfá eintök, þess vegna alveg niður í eitt. En auðvitað talsvert dýrara pr. eintak.
Þannig að, sem sagt.. ef það er raunverulegur áhugi og ef hátt verð er ekki fyrirstaða, þá er sjálfsagt að bjóða upp á þetta form.
Þeir sem raunveraulega hafa áhuga mega gjarnan senda okkur skilaboð á Facebook síðunni okkar Fræbbblarnir – Facebook.. og gjarnan láta fylgja með hversu mikið hún má kosta.