Að öskra til að hafa rétt fyrir sér

Posted: apríl 18, 2015 in Trú
Efnisorð:

Það er frekar hvimleið nálgun þeirra sem hefur ekki tök á að rökræða málefnalega að halda að með því að öskra og/eða endurtaka rangfærslur nægilega oft þá leiði það sjálfkrafa til þess að hafa rétt fyrir sér.

Svona virkaði umræðan um trúboð í skólum fyrir síðustu jól á mig – ég ákvað að doka aðeins við með að birta þessa samantek, stilla fram í tímann (ég verð væntanlega búinn að gleyma þegar þar að kemur).

Ég vil að börn fræðist um trúarbrögð, sögu og hefðir á forsendum skólans sem menntastofnunar.

ÞÚ VILT BARA BANNA ALLA FRÆÐSLU UM TRÚMÁL!!!

ÞÚ VILT BARA BANNA BÖRNUM AÐ FARA Í KIRKJU!!!

ÞÚ VILT AÐ BÖRNIN ÞEGI ALLA DAGA Í SKÓLANUM!!!

ÞÚ VILT BANNA AÐ NEFNA JESÚ Á NAFN Í SKÓLANUM!!!

ÞÚ ERT Á MÓTI JÓLUNUM!!!

Ég held að sjálfsögðu upp á jólin þó ég sé trúlaus, enda jólin miklu eldri en kristnin.

ÞÚ ERT Í STRÍÐI VIÐ JÓLIN!!!

ÞÚ ERT BARA FÝLUPÚKI UM JÓLIN!!!

Það eru allt of mörg dæmi um trúboð presta sem hafa fengið skólabörn í heimsókn – þeir kalla trúlausu börnin í hópnum jafnvel heimskingja.

ÞAÐ GERIR BÖRNUM BARA GOTT AÐ FARA Í KIRKJU!!!

HELDURÐU AÐ PRESTURINN STUNDI TRÚBOÐ Í KIRKJUNNI?!?!

ÉG FÓR EINU SINNI Í KIRKJU OG ÞAÐ GERÐI MÉR EKKERT ILLT!!!

Kirkjan er til þess að gera nýlega farin að sækjast í að fá aðgang að skólabörnum á skólatíma

ÞAÐ ER GÖMUL HEFÐ AÐ BÖRNIN FARI Í KIRKJU Í SKÓLANUM!!!

VIÐ ERUM KRISTIN ÞJÓÐ!!!

Jæja, það þýðir víst lítið að ræða þetta.

Nokkuð að frétta af fjölskyldunni?

ÞÚ VILT BANNA ALLA FRÆÐSLU UM TRÚMÁL!!!

ÞÚ ERT Í STRÍÐI VIÐ JÓLIN!!!

VIÐ ERUM KRISTIN ÞJÓÐ!!!

Lokað er á athugasemdir.