Óumræðilega leiðinleg ó-umræða

Posted: janúar 3, 2015 in Umræða

Ég hef tekið þátt í umræðum um hin og þessi mál síðustu ár.. málum sem ég hef áhuga á og/eða held að megi færa til betri vegar.

Ég hef ekki önnur markmið eða tilgang en að taka þátt í málefnalegri umræðu og komast þannig mögulega að niðurstöðu.

Eins og gengur eru ekki allir sammála mér.

Ég held / vona að mér hafi tekist þokkalega vel til að vera málefnalegur, færa rök fyrir mínum skoðunum og forðast að gera lítið úr þeim sem mér eru ósammála.

Ég get meira að segja haft ágætlega gaman af að rökræða við fólk sem ekki er mér sammála, það er að minnsta kosti óþarfi að rökræða við þá sem mér eru sammála fyrir.

Þetta er hins vegar orðið ansi þreytandi að reyna að vera með í umræðum.

  • Allt of oft er mér gerður upp annarlegur tilgangur.
  • Þá eru mér enn oftar gerðar upp skoðanir sem ég hef ekki – og svo gert lítið úr þeim.
  • Ef ég leiðrétti rangfærslur þá er ég neikvæður og stöðugt að gagnrýna.
  • Ef ég bið um rökstuðning fyrir órökstuddum skoðunum þá er ég með leiðindi.

Lokað er á athugasemdir.