Að gagnrýna gagnrýni..

Posted: janúar 1, 2015 in Umræða

Ég heyrði í fréttum að einhver maður hefði gert það að umræðuefni að þjóð þrifist ekki á gagnrýni einni saman – og átti þá við Íslendinga, ef ég skil rétt.

Ég veit svo sem ekki til að gagnrýni sé það sem við þrífumst á – en kannski er erfitt að halda jarðsambandi þegar menn eru upphafnir til skýjanna af sjálfum sér.

Burtséð frá því þá er frekar mótsagnakennt að gagnrýna gagnrýni. Enda er gagnrýni ekkert vandamál í sjálfu sér.

Annað hvort er gagnrýni málefnaleg og á rétt á sér. Eða ekki.

Ef gagnrýni er ekki málefnaleg þá er auðvelt að svara henni málefnalega og kveða hana þannig í kútinn.

Ef hún á rétt á sér er engin ástæða til að kvarta undan henni… hún er meira að segja bráðnauðsynleg.

Þannig er aldrei ástæða til að amast við gagnrýni.

Nema auðvitað þeir sem eru að bulla, þeir vilja auðvitað losna við alla gagnrýni, hún getur jú verið ansi óþægileg. Það er um að gera að óska að þeir sem gagnrýna rangfærslur haldi sér saman.. Og ein aðferðin er að gera lítið úr þeim sem gagnrýna.

Lokað er á athugasemdir.