Tommy Ramone – Erdélyi

Posted: júlí 12, 2014 in Tónlist
Efnisorð:, ,

Tommy Ramone er látinn, síðastur af upprunalegum meðlimum The Ramones.

Ég held að flestir sem hafa áhuga á tónlist og sérstaklega þeir sem fylgdust með seinni hluta síðustu aldri viti hverjir Ramones voru og hvaða áhrif þeir höfðu. En ég er ekki viss um að margir hafi keypt plöturnar þeirra eða hlustað mikið á þá. Ég efast satt að segja um að margir þekki mörg lög frá þeim.

Það var kannski einkennandi fyrir þá að þeir spiluðu fyrir tugi þúsunda á íþróttaleikvangi í Brasilíu, komu heim til Bandaríkjanna og það mættu nokkrir tugir.

Ég náði aldrei að sjá Ramones, þetta var eitthvað sem ég var alltaf á leiðinni að fara að gera, en kom aldrei í verk, voru einhvern veginn aldrei að spila þar sem ég var á ferðinni… það næsta sem ég komst var þegar Steinþór heitinn hringdi í mig úr tíkallasíma frá Kaupmannahöfn, var á hljómleikum og vildi leyfa mér að heyra.

Tommy var upphaflegur trommuleikari Rarmones en spilaði ekki lengi með hljómsveitinni. Muni ég söguna rétt þá var þetta nokkurs konar neyðarúrræði vegna þess að þeir fundu ekki trommara. Um leið og hann fannst sneri Tommy sér að því sem hann hafði mestan áhuga á, upptökum, og stjórnaði upptökum á fyrstu plötum hljómsveitarinnar.

Lokað er á athugasemdir.