Að fórna fyrir syndir

Posted: september 12, 2013 in Trú

Skemmtileg tilvísun á Vantrú á teikningu Karl Berger.

Ég hef einmitt velt þessu tala um að fórna syni sínum fyrir syndir mannanna. Þetta er sennilega illskiljanlegasta kenningin í kristninni, ef ekki trúarbrögðunum í heild.. og þarf þá nokkuð til.

 • ef guðinn vildi fyrirgefa mönnum syndir þeirra, hefið ekki verið einfaldast að gera það án frekari málalenginga?
 • hvernig hjálpaði það guðinum að gefa mönnum son?
 • hvað þá að láta hann deyja píslardauða?
 • hvernig hjálpaði það guðinum að láta kvelja son sinn?

Svona smá vangaveltur, ef við gefum okkur að „guðinn“ ráði yfir lágmarks rökhugsun, sem við eigum kannski ekkert að vera að gera…

  • hefði ekki verið nær að láta soninn lifa sem lengst og fræða fólk?
  • hefði ekki verið auðveldara fyrir guðinn að fyrirgefa ef fólk hefði tekið syninum opnum örmum?
  • var þetta „hönnuð atburðarás“, þeas. var guðinn búinn að ákveða að sonurinn yrði píndur og tekinn af „lífi“?
   • ef guðinn ákvað þessa atburðarás, getur hann þá ekki ákveðið alla hegðun allra?
   • ef guðinn ákvað ekki þessa atburðarás, þá er hann varla almáttugur, en aðallega…
   • ef guðinn ákvað ekki þessa atburðarás, hvers vegna var hann svona sáttur við að mennirnir skyldu drepa son hans?
  • ef guðinn ber ábyrgð hegðun allra, gildir það ekki líka um „syndir“ allra?
  • ef guðinn ákvað þetta ekki, hefði hann þá ekki fyrirgefið syndir mann ef fólk hefði tekið syninum opnum örmum?
  • ef sonurinn dó fyrir syndir mannanna, hvers vegna eru þá þessar „syndir“ svona algengar tvö þúsund árum seinna?

Nei, ég spyr bara svona. Vitandi að það eru engin svör.

Lokað er á athugasemdir.